25 Janúar 2010 12:00

Tuttugu og fimm ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina en í allra grófustu brotunum var ekið á 40-50 km hraða umfram leyfðan hámarkshraða. Mikill meirihluti hinna brotlegu voru karlar. Þeir eru flestir á fertugs- og sjötugsaldri en nokkrir eru undir tvítugu. Fimm konur voru stöðvaðar í þessu hraðaeftirliti en þær eru á aldrinum 17-53 ára.