14 September 2010 12:00

Allmargir ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu um helgina en í allra grófustu brotunum var ekið á 40-50 km hraða umfram leyfðan hámarkshraða. Meirihluti hinna brotlegu voru karlar en ökumennirnir eru á ýmsum aldri. Yngst var 17 ára stúlka en elstur liðlega áttræður karl en sá hefur nokkrum sinnum áður gerst sekur um umferðarlagabrot. Sama á við um karl á þrítugsaldri sem var stöðvaður á Reykjanesbraut á móts við Hvassahraun en þar mældist bíll hans á tæplega 140 km hraða.

Lögreglan hafði einnig afskipti af ökumönnum sem töluðu í síma án þess að notast við handfrjálsan búnað og þá var nokkrum próflausum ökumönnum gert að hætta akstri. Í þeim hópi var 16 ára piltur sem hafði tekið fjölskyldubílinn traustataki og farið á rúntinn.