9 Ágúst 2011 12:00

Tæplega áttatíu ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu um helgina en í grófustu brotunum var ekið á 50-60 km hraða umfram leyfðan hámarkshraða. Í tveimur tilvikum var reyndar um enn svívirðilegri brot að ræða en á föstudagskvöld mældust tvö bifhjól á 180 km hraða á Vesturlandsvegi á móts við Höfðabakka. Meirihluti hinna brotlegu voru karlar en þeir eru flestir á þrítugs- og fertugsaldri. Tuttugu konur voru stöðvaðar í þessu hraðaeftirliti en þær eru á aldrinum 18-58 ára.