23 Mars 2012 12:00

Nokkrir tugir ökumanna hafa verið teknir fyrir hraðakstur víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga en í grófustu brotunum var ekið á 40-50 km hraða umfram leyfðan hámarkshraða. Ökumennirnir eru af báðum kynjum og á öllum aldri en þrír þeirra voru sviptir ökuréttindum til bráðabirgða. Sem fyrr minnir lögreglan ökumenn á að fara varlega en með því stuðla þeir að meira öryggi í umferðinni, bæði fyrir sjálfa sig og aðra vegfarendur.