7 September 2012 12:00

Allnokkrir ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær, en lögreglan var m.a. við hraðamælingar í Garðabæ, Breiðholti, Grafarvogi og í Hlíðunum. Á Gullinbrú voru t.d. stöðvaðir sex ökumenn, sem allir voru á mikilli hraðferð, en bílar þeirra mældust á yfir 100 km hraða. Þess má geta að fimm þeirra hafa áður verið staðnir að hraðakstri, en tvo karla úr þeim sama hópi má með réttu kalla síbrotamenn í umferðinni. Báðir hafa verið teknir fyrir hraðakstur oftar en tíu sinnum. Annar þessara ökufanta er hálfþrítugur en hinn um fimmtugt.