17 Janúar 2008 12:00
Brot 215 ökumanna voru mynduð á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu á þriðjudag og miðvikudag. Fylgst var með ökutækjum sem ekið var Hringbraut í vestur og yfir fyrrnefnd gatnamót. Á u.þ.b. tuttugu og tveimur klukkustundum fóru 12.443 ökutæki þessa akstursleið og því ók lítill hluti ökumanna, eða 1,7%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var rúmlega 74 km/klst en þarna er 60 km hámarkshraði. Tuttugu og fimm óku á 80 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 97.