16 Apríl 2008 12:00
Brot 432 ökumanna voru mynduð á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu í gær. Fylgst var með ökutækjum sem ekið var Hringbraut í vestur og yfir fyrrnefnd gatnamót en á u.þ.b. átta klukkustundum fóru 7.553 ökutæki þessa akstursleið. Meðalhraði hinna brotlegu var tæplega 76 km/klst en þarna er 60 km hámarkshraði. Áttatíu og þrír óku á 80 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 108.
Við hraðamælingar á sama stað í ársbyrjun var meðalhraði hinna brotlegu lægri. Þá óku sömuleiðis mun færri á 80 km hraða eða meira.