26 September 2007 12:00
Brot 48 ökumanna voru mynduð á Hringbraut í Hafnarfirði í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið í suðurátt ofan við Flensborgarskóla en þar er 30 km hámarkshraði. Á einni klukkustund, síðdegis, fóru 97 ökutæki þessa akstursleið og því ók tæplega helmingur ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var rúmlega 43 km/klst en sá sem hraðast ók var mældur á 53. Þess skal getið að hraði ökutækjanna var mældur rétt áður en þeim var ekið yfir gangbraut sem þarna er.
Eftirlit lögreglu kom í kjölfar ábendinga frá íbúum sem kvörtuðu undan hraðakstri á þessum stað.