21 Febrúar 2007 12:00

Brot 39 ökumanna voru mynduð á Kristnibraut í Grafarholti í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið í vesturátt, þ.e. að innkeyrslu að húsum nr. 1-21. Á einni klukkustund, um kaffileytið,  fóru 109 ökutæki þessa akstursleið og því ók drjúgur hluti ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var tæplega 65 km/klst. Þarna er 50 km hámarkshraði en fjórir óku á 70 km hraða eða meira. Sá sem hraðast ók var mældur á 84. 

Eftirlit lögreglunnar á Kristnibraut kom í kjölfar ábendinga frá íbúum í hverfinu sem kvörtuðu undan hraðakstri á þessum stað.