25 September 2013 12:00
Rúmlega tuttugu ökumenn voru staðnir að hraðakstri á Reykjanesbraut í Garðabæ, á móts við Kauptún, eftir hádegi í gær. Hinir sömu óku allir á meira en 100 km hraða en þarna er leyfður hámarkshraði 80. Sá sem hraðast ók mældist á 147, en þar var á ferð karlmaður um þrítugt. Viðkomandi hefur áður verið staðinn að hraðakstri, en þó ekkert í líkingu við þetta.