23 Október 2008 12:00

Brot 434 ökumanna voru mynduð á Sæbraut frá þriðjudegi til miðvikudags eða á rúmlega 18 klukkustundum. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið í suðurátt, þ.e. yfir gatnamót Sæbrautar og Langholtsvegar. Á umræddu tímabili fór 7.001 ökutæki þessa akstursleið og því ók nokkur hluti ökumanna, eða 6,2%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var liðlega 76 km/klst en þarna er 60 km hámarkshraði. Nítíu og einn ók á 80 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 128.