22 Janúar 2009 12:00
Brot 431 ökumanns var myndað á Sæbraut á þriðjudag eða á tæplega 10 klukkustundum. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið í suðurátt, þ.e. yfir gatnamót Sæbrautar og Langholtsvegar. Á umræddu tímabili fóru fimm þúsund ökutæki þessa akstursleið og því ók nokkur hluti ökumanna, eða 9%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 76 km/klst en þarna er 60 km hámarkshraði. Sjötíu og átta óku á 80 km hraða eða meira. Af þeim var einn á yfir 100 km hraða en sá mældist á 143.