18 Október 2007 12:00
Brot 433 ökumanna voru mynduð á Sæbraut sl. mánudag en fylgst var með ökutækjum sem var ekið í suðurátt, þ.e. yfir gatnamót Sæbrautar og Langholtsvegar. Umrædd vöktun stóð yfir í u.þ.b. sjö klukkustundir en á tímabilinu fóru 5153 ökutæki þessa akstursleið. 8% ökumanna óku því of hratt eða yfir afskiptahraða en við vöktun á sama stað í síðustu viku var hlutfallið 6%. Meðalhraði hinna brotlegu var 75 km/klst sem er sama niðurstaða og fékkst við síðustu mælingu. Að þessu sinni voru 68 ökutæki mynduð á 80 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók var á 103. Þarna er 60 km hámarkshraði.