12 Ágúst 2008 12:00

Brot 85 ökumanna voru mynduð á gatnamótum Suðurlandsbrautar, Kringlumýrarbrautar og Laugavegs frá föstudegi til mánudags. Fylgst var með ökutækjum sem ekið var Suðurlandsbraut í vestur og yfir fyrrnefnd gatnamót. Á sjötíu og tveimur klukkustundum fóru 11.667 ökutæki þessa akstursleið og því óku hlutfallslega fáir ökumenn, eða 0,7%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var rúmlega 73 km/klst en þarna er 60 km hámarkshraði. Átta óku á 80 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 98. Við sömu vöktun var sjö ökutækjum ekið gegn rauðu ljósi.