6 Júlí 2011 12:00

Allnokkrir ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur í borginni í gær. Í þeim hópi var karl á fertugsaldri en bíll hans mældist á 127 km hraða á Miklubraut, við Lönguhlíð, í gærkvöld. Viðkomandi, sem hefur áður verið staðinn að hraðakstri, var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.