8 Nóvember 2007 12:00

Brot 50 ökumanna voru mynduð í Grænatúni í Kópavogi í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Grænatún í austurrátt. Á einni klukkustund, eftir hádegi,  fór 71 ökutæki þessa akstursleið og því ók mikill meirihluti ökumanna, eða 71%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 47 km/klst. Þarna er 30 km hámarkshraði en átján óku á 50 km hraða eða meira. Sá sem hraðast ók var mældur á 60. 

Eftirlit lögreglunnar í Grænatúni kom m.a. í kjölfar ábendinga frá nemendum í Snælandsskóla sem eiga leið um götuna. Þess má líka geta að við Grænatún er starfræktur leikskóli.