1 September 2009 12:00

Fjórtán voru staðnir að hraðakstri í Grænutungu í Kópavogi í gær en þar var staðsett ómerkt lögreglubifreið sem er búin myndavélabúnaði. Reynslan hefur sýnt að notkun slíks búnaðar gefur gagnlegar upplýsingar um ástand umferðarmála og auðveldar leit að lausnum þar sem þeirra er þörf.

Eins og fyrr sagði voru brot 14 ökumanna mynduð í Grænutungu en fylgst var með ökutækjum sem var ekið í suðurátt, á milli Bræðratungu og Hrauntungu. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 35 ökutæki þessa akstursleið og því óku 40% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 46 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 54.

Eftirlit lögreglunnar í Grænutungu var tilkomið vegna ábendinga frá íbúum sem hafa kvartað undan hraðakstri á þessum stað.