16 Nóvember 2010 12:00

Brot 8 ökumanna voru mynduð í Hólabergi í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Hólaberg í norðurátt, sunnan Klapparbergs. Á fjörutíu mínútum, síðdegis, fóru 22 ökutæki þessa akstursleið og því ók meira en þriðjungur ökumanna, eða 36%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 45 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 53.

Vöktun lögreglunnar í Hólabergi var tilkomin vegna ábendinga um hraðakstur en í síðustu viku var fylgst með ökutækjum sem fóru þessa akstursleið í suðurátt. Þá var brotahlutfallið ívið lægra, eða 28%.