14 Október 2008 12:00

Brot 71 ökumanns var myndað í Hvalfjarðargöngum frá mánudegi til fimmtudags í síðustu viku eða á u.þ.b. 70 klukkustundum. Vöktuð voru 5.789 ökutæki og því ók lítill hluti ökumanna, eða 1%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var rúmlega 84 km/klst en þarna er 70 km hámarkshraði. Níu óku á 90 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 105.