1 Október 2008 12:00

Brot 115 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum frá föstudegi til þriðjudags eða á u.þ.b. 100 klukkustundum. Vöktuð voru 11.234 ökutæki og því ók lítill hluti ökumanna, eða 1%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 83 km/klst en þarna er 70 km hámarkshraði. Sex óku á 90 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 99.

Þetta er lægra brotahlutfall en við síðustu vöktun á þessum stað en þá var hlutfallið 1,6%. Meðalhraði hinna brotlegu er sömuleiðis lægri miðað við síðustu mælingu í Hvalfjarðargöngunum (84 km/klst) og það eru einnig góð tíðindi.