17 Janúar 2008 12:00

Brot 33 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum frá mánudegi til miðvikudags eða á rúmlega 47 klukkustundum. Vöktuð voru 3.550 ökutæki og því ók mjög lítill hluti ökumanna, eða tæplega 1%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var rúmlega 82 km/klst en þarna er 70 km hámarkshraði. Aðeins einu ökutæki var ekið á yfir 90 km hraða.

Það skal tekið fram að unnið var að framkvæmdum í göngunum á sama tímabili og vöktunin stóð yfir og kann það að hafa haft áhrif á umferðarhraða.