18 September 2006 12:00

Þrátt fyrir öflugt myndavélaeftirlit í Hvalfjarðargöngunum eru margir ökumenn sem virða ekki 70 km leyfilegan hámarkshraða sem þar er. Við  hraðamælingar í göngunum fyrir síðustu helgi voru mynduð brot hundrað og eins ökumanns. Hinir brotlegu óku að jafnaði á tæpum 90 km hraða og þrír ökumenn mældust á meira en 100 km hraða. Allir þessir ökumenn eiga sekt yfir höfði sér.

Þessi hraðakstur vekur nokkra athygli í ljósi þess að umrædda daga var sérstaklega mikil umræða í þjóðfélaginu um umferðarmál. Þar voru banaslys og hraðakstur einkum til umfjöllunar. Greinilegt er að sumum gengur illa að temja sér betra akturslag í umferðinni og er það mjög miður.

Það er lögreglan í Reykjavík sem annast myndavélaeftirlitið í Hvalfjarðargöngunum.