5 September 2006 12:00

Lögreglan í Reykjavík tók 24 ökumenn fyrir hraðakstur í gær. Hluti þeirra var stöðvaður í íbúðargötum þar sem leyfður hámarkshraði er 30 km. Hraðakstur við slíkar aðstæður vekur ugg enda er ljóst að þar má ekkert út af bregða. Þetta eru götur þar sem jafnvel skólar eru staðsettir og því eru börn þar á ferð stærstan hluta dagsins. Þetta verða ökumenn ávallt að hafa í huga.

Fjórir ökumenn mega búast við ökuleyfissviptingu eftir umferðareftirlit gærdagsins. Þá urðu óvenju mörg umferðaróhöpp í gær eða þrjátíu. Í fimm þeirra urðu einhver slys á fólki, mismikið þó. Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur í gær og þá klippti lögreglan skrásetningarnúmer af sex ökutækjum sem öll voru ótryggð.