24 Júlí 2006 12:00

Lögreglan í Reykjavík var með sérstakt umferðareftirlit í nokkrum íbúðargötum í borginni í dag. Í umræddum götum er leyfilegur hámarkshraði 30 km. Margir virtust ekki gera sér grein fyrir þessu en tuttugu ökumenn verða kærðir fyrir of hraðan akstur vegna átaks lögreglunnar í dag. Einn af þeim verður sviptur ökuleyfi í þrjá mánuði og tveir til tveggja mánaða. Lögreglan mun áfram fylgjast grannt með umferð í íbúðargötum. Þar eru iðulega börn að leik og því afar mikilvægt að halda hraðanum niðri.