29 Febrúar 2008 12:00

Brot fimm ökumanna voru mynduð í Lönguhlíð sl. þriðjudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Lönguhlíð í norðurátt, að Drápuhlíð. Á einni klukkustund, eftir hádegi,  fóru 259 ökutæki þessa akstursleið og því ók lítill hluti ökumanna, eða 1,6%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var tæplega 62 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði.  Tveir óku á 64 km hraða en í öðru tilvikinu var um að ræða neyðarbifreið í forgangsakstri.

Eftirlit lögreglunnar í Lönguhlíð kom í kjölfar erindis sem henni barst frá foreldrafélagi Hlíðaskóla. Í því var lýst yfir áhyggjum vegna stöðu umferðarmála við skólann. Tími vöktunarinnar tók mið af heimferð barna frá skólanum en stöðugur straumur krakka var við götuna á meðan henni stóð.