29 Október 2008 12:00

Á ákveðnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu hefur leyfður hámarkshraði á vegum verið lækkaður sökum þess að framkvæmdir standa yfir. Hér er um öryggisráðstöfun að ræða en engu að síður eiga margir ökumenn erfitt með taka tillit til þessa. Lögreglan hefur orðið vör við að merkingar þar að lútandi séu ekki virtar og sömuleiðis fengið ábendingar um háttsemi ökumanna í þá veru. Því er ítrekað að ökumenn virði hraðatakmarkanir við þessar aðstæður sem aðrar. Lögreglan mun fylgja þessu máli eftir og nota til þess ómerkta lögreglubifreið en hinir brotlegu mega eiga von á sektum. Ekki þarf að fara mörgum orðum um þá hættu sem skapast af ógætilegum akstri og á það jafnt við um þegar farið er um vinnusvæði sem aðra staði. Sem fyrr gildir að ökumenn sýni þolinmæði og tillitssemi og þá gengur umferðin best fyrir sig.