29 Október 2003 12:00
Lögreglan í Reykjavík gerði könnun á hraðakstursbrotum á gatnamótum Bústaðavegar og Flugvallarvegar á tímabilinu 16.10 2003 kl. 12:35 til 17.10 2003 kl. 10:08 með umferðareftirlitsmyndavél sem mældi umferð suður. Hámarkshraði er 60 km/klst á þessum stað. Á tímabilinu óku 15.534 ökutæki framhjá vélinni. Í allt voru 370 brot, þar af vegna hraðaksturs 357 eða 2,3% bifreiða sem óku framhjá myndavél á þessu tímabili. Meðal þeirra sem óku of hratt mældust um 86% á innan við 84 km/klst en 14% óku á 84 km/klst eða hraðar sjá nánar með því að smella hér.