30 Mars 2006 12:00

Síðasta sólarhring voru 18 ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt á löggæslusvæði lögreglunnar í Reykjavík.  Af þessum 18 voru 12 ökumenn sem óku á yfir 100 km hraða.  Sá sem hraðast fór var mældur á 194 km hraða á Vesturlandsvegi við Hafravatnsveg. Ljóst er að sumir ökumenn þurfa alvarlega að hugsa sinn gang og leiða hugann að þeim afleiðingum sem hraðakstur getur leitt af sér.