29 Ágúst 2017 14:28

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er víða við hraðamælingar þessa dagana, ekki síst í íbúðahverfum við eða í nágrenni grunnskóla. Því miður eru alltof margir ökumenn sem aka of hratt, en algengt er að sjá brotahlutfall þar sem þriðjungur ökumanna virðir ekki hámarkshraða. Versta tilfellið í síðustu viku var á Álfhólsvegi í Kópavogi, en þar var brotahlutfallið 82%. Það skal tekið fram að ökutækið á myndinni kom ekki við sögu í áðurnefndri hraðamælingu.