13 Maí 2005 12:00
Í sumar mun lögreglan í Reykjavík einkum beita sér fyrir því að vinna gegn hraðakstri í íbúðahverfum. Það mun verða gert með því að nota hraðamyndavélar staðsettar í ómerktum ökutækjum lögreglu og einnig með radsjármælingum lögreglumanna á merktum lögreglutækjum. Í næstu viku verður athyglinni einkum beint að hverfi 108 og er íbúum í því hverfi því bent á að virða hraðamörk.
Ekki virðist vanþörf á aðgerðum lögreglu vegna hraðaksturs því fjölmargir ökumenn hafa verið stöðvaðir af þeim sökum undanfarna daga meðal annars einn sem sá sér fært að aka á 174 km hraða á Vesturlandsvegi. Ekki þarf mörg orð um slíka hegðun og þá hættu sem viðkomandi skapaði sér og öðrum í umferðinni.
kveðja
Lögreglan í Reykjavík