12 September 2005 12:00
Eins og áður var boðað var lögreglan í Reykjavík með hraðamælingar við grunnskóla í vesturborginni í vikunni sem leið. Mældur var hraði bifreiða sem óku um götur í námunda við skólana og aðallega á skólatíma. Mælingaranar fara fram með hraðamyndavélum sem eru í ómerktum lögreglubifreiðum. Á öllum þessum götum er 30 km. hámarkshraði og mikið af börnum á ferð yfir og við þær. Við mælingarnar kom í ljós að fjölmargir ökumenn reyndust hafa ekið of hratt.
Um Neshaga óku t.d. 96 ökumenn það hratt að þeir verða kærðir fyrir of hraðan akstur, þrír þessara ökumanna mega búast við að verða sviptir ökuréttindum. Í ljós kom að 22 % þeirra sem óku um Neshagan meðan mælingar fóru fram ók of hratt. Við mælingar á Fornhaga reyndist enginn ökumaður hafa ekið það hratt að átæða væri til að kæra hann.
Í þessari viku ætlar lögreglan að leggja áherslu á að mæla hraða ökumanna við grunnskóla í Grafarvogi.