20 Maí 2005 12:00

Eins og fram hefur komið var vel fylgst með hraða ökutækja í hverfi 108 í vikunni. Mælingar áttu sér stað á Sogavegi, Réttarholtsvegi, Stóragerði og Safamýri auk þess sem fylgst var með hraða á Tunguvegi og Hæðagarði en ekki þótti tilefni til mælinga á þeim götum. Niðurstaðan var sú að 616 ökutæki voru mæld á þeim tima sem lögreglan var á þessum stöðum og var tilefni til formlegra afskipta (sekta) í 60 tilvikum, engin sviptingarhraði sem lögreglan er ánægð með.

Áfram verður unnið með sama hætti og verður athyglinni einkum beint að Mosfellsbænum í næstu viku ( 23-27 maí)