1 Desember 2006 12:00

Þrír ungir menn og stúlka hafa viðurkennt tilraun til þjófnaðar á hraðbanka í Landsbankanum við Klettháls í Reykjavík þann 29. nóvember sl. Þrír mannanna fóru inn í anddyri bankans og reyndu að fjarlægja hraðbanka sem þar er, en gáfust upp við hálfnað verk því bankinn reyndist þeim ofviða. Stúlkan beið í bíl fyrir utan á meðan mennirnir athöfnuðu sig í bankanum. Tvö þessara ungmenna höfðu komið við sögu árásanna á blaðberana í Fossvogi mánuði áður.

Piltarnir höfðu útbúið sig sérstaklega undir verkið, m.a. reynt að hylja slóð sína, en í öllum önnunum og tímaleysinu gleymdu þeir upptökuvélinni sem fylgdist gaumgæfilega með öllu og lagði á minnið.  Mennirnir meiddust lítilsháttar við vinnu sína enda hraðbankinn bæði þungur og heimakær. Tilgangurinn var að komast yfir peninga til að kaupa fíkniefni. Málið er upplýst.