7 Nóvember 2011 12:00

Kona á miðjum aldri var bitin af hundi í Hafnarfirði á föstudag. Hún var á göngu í íbúðahverfi þegar þetta gerðist en konan var bitin í handlegginn. Við það skemmdist úlpan hennar en meiðsli konunnar voru hins vegar óveruleg. Eigandi hundsins féllst á að borga konunni skaðabætur vegna úlpunnar og skildu báðir aðilar sáttir eftir því sem best er vitað.