22 Janúar 2013 12:00

Ungur piltur var bitinn af hundi í Kópavogi um helgina. Hann var á göngu í íbúðahverfi þegar þetta gerðist, en pilturinn var bitinn í fótlegginn svo á sá. Farið var með piltinn á slysadeild til aðhlynningar, en ekki er vitað frekar um meiðsli hans.