5 Júlí 2007 12:00

Lögregla handtók í gærkvöldi par á fimmtungsaldri eftir húsleit í íbúð þeirra í austurborginni.  Í íbúðinni fundust tæplega 100 gr. af ætluðu amfetamíni sem lögreglan telur að hafi verið ætluð til sölu. Við inngöngu í íbúðina veittist þýskur Schafer hundur að einum lögreglumannanna og þurfti annar lögreglumaður að beita varnarúða á hundinn til að hindra framgöngu hans. Hundurinn fékk viðeigandi aðhlynningu í samráði við dýralækni hjá Dýraspítalanum á eftir.  Parið var fært á lögreglustöðina til yfirheyrslu í gærkvöldi og hefur nú verið sleppt úr haldi, telst málið vera upplýst.