24 Febrúar 2012 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann fíkniefni við húsleit í Hafnarfirði í fyrradag. Um var að ræða bæði amfetamín og marijúana. Á sama stað var einnig lagt hald á myndavél og nokkrar tölvur sem staðfest er að stolið var í nokkrum innbrotum. Húsráðendur, karl og kona á þrítugsaldri, voru handtekin í þágu rannsóknarinnar. Við húsleitina naut lögreglan aðstoðar fíkniefnaleitarhunda frá tollinum.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.