8 Nóvember 2012 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi fimm húsleitir í umdæminu í gær. Í þessum aðgerðum var m.a. stöðvuðu fullkomin kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í Garðabæ og lagt hald á 40 kannabisplöntur. Þá fannst rúmlega 1 kg af marijúana í einbýlishúsi í Hafnarfirði og var það sömuleiðis tekið í vörslu lögreglu. Þrír karlar, tveir á fertugsaldri og einn á þrítugsaldri, voru handteknir og vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknarinnar, en málin teljast nú upplýst. Fyrr í vikunni stöðvaði lögreglan einnig kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði og lagði hald á tæplega 40 kannabisplöntur. Karl um tvítugt var yfirheyrður á vettvangi og viðurkenndi hann aðild sína að málinu, sem telst upplýst.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.