22 Desember 2011 12:00

Fíkniefni fundust við húsleit á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Mestmegnis voru þetta kannabisefni en á einum staðnum var um að ræða kannabisræktun sem taldi 150 plöntur. Við húsleitirnar var lagt hald á ýmsan búnað og einnig verulega fjármuni, sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Karl á þrítugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknarinnar. Fíkniefnaleitarhundar frá tollinum voru notaðir við fyrrnefndar aðgerðir lögreglu í gær.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.