14 September 2006 12:00

Skömmu fyrir hádegi í dag var gerð húsleit í tveimur íbúðum í Hafnarfirði að fengnum dómsúrskurði þar um, vegna gruns um vörslu fíkniefna og sölu. Við leit fannst hass, amfetamín og LSD. Meint þýfi sem og hnífar, skotvopn og skotfæri fundust einnig á öðrum staðnum. Munir þessir voru haldlagðir. 

Einn maður var handtekinn, karlmaður á sextugsaldri, og bíður hann yfirheyrslu.

Við aðgerðir þessar naut lögreglan í Hafnarfirði aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjórans, lögreglunnar í Kópavogi og starfsmanna tollgæslunnar.