20 Júlí 2011 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi níu húsleitir í Hafnarfirði fyrir helgina. Lagt var hald á talsvert af fíkniefnum, m.a. nokkra tugi kannabisplantna, tæplega 100 grömm af amfetamíni og rúmlega 200 grömm af hassi. Lögreglan tók einnig í sína vörslu fjölmarga muni sem stolið var í innbrotum á höfuðborgarsvæðinu. Búið er að staðfesta að þýfið er úr a.m.k. níu innbrotum, bæði í heimahús og fyrirtæki. Unnið er að því að koma hinum stolnum munum aftur í réttar hendur. Fimm voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á innbrotunum.