28 Ágúst 2014 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi húsleit á tveimur stöðum í Hafnarfirði í gær. Á öðrum þeirra var lagt hald á um 1.5 kg af kannabisefnum, auk ýmissa muna sem grunur leikur á að séu þýfi. M.a. var um að ræða talsvert af verkfærum og nokkrar fartölvur. Á hinum staðnum, í óskyldu máli, tók lögregla einnig í sína vörslu kannabisefni, eða um hálft kíló. Húsráðandi, karl á fertugsaldri, var handtekinn í þágu rannsóknarinnar, en í fórum mannsins fannst enn fremur amfetamín.