18 Janúar 2008 12:00

Lögreglan lagði hald á nokkur spilaborð og fleiri muni í húsleitum í miðborginni seint í gærkvöld. Farið var í tvö hús en grunur leikur á að í öðru þeirra hafi verið rekið spilavíti. Við aðgerðina naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Húsleitirnar voru framkvæmdar að undangengnum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur.