14 Mars 2016 18:12

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborg fengu um helgina hvatningarviðurkenningu Bandalags kvenna í Reykjavík fyrir verkefnið SAMAN GEGN OFBELDI. Í umsögn BKR um verkefnið segir eftirfarandi: Við teljum mikilvægt að vekja athygli á því góða starfi sem þið hafið verið að sinna í aukinni þekkingarmiðlun og bættu verklagi til að taka á þeim heimilisofbeldismálum sem upp koma í því skyni að tryggja öryggi borgarbúa á heimilum sínum, veita þolendum og gerendum betri þjónustu og bæta stöðu barna sem búa við heimilisofbeldi.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tóku við viðurkenningunni frá Ingibjörgu Rafnar, fráfarandi formanni BKR, við hátíðlega athöfn á 100. ársþingi Bandalags kvenna í Reykjavík sem haldið var á Grand hóteli, en við sama tækifæri var Ingu Dóru Sigfúsdóttur veittur titillinn Kona ársins fyrir brautryðjandi starf á sviði rannsókna á líðan barna og unglinga í nútímasamfélagi.
Hvatningarverðlaun BKR
Hvatningarverðlaun BKR