5 Júní 2019 12:28

Nú þegar hvítasunnuhelgin er fram undan er rétt að minna á ákvæði um helgidagafrið ( III. kafli 5. gr.) en þar er m.a. fjallað um opnunartíma skemmtistaða. Samkvæmt því mega dansleikir og aðrar skemmtanir að kvöldi laugardags fyrir hvítasunnu standa til kl. 3 aðfaranótt hvítasunnudags. Sama gildir um opnun á hvítasunnudagskvöld og aðfaranótt annars í hvítasunnu (mánudags), þ.e. til kl. 3 samkvæmt almennum reglum. Hefðbundinn opnunartími er hins vegar föstudagskvöldið 7. júní og aðfaranótt laugardagsins 8. júní, þ.e.a.s. líkt og um hverja aðra helgi væri að ræða.