8 Apríl 2009 12:00

Þrítugur karlmaður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær vegna auðgunarbrota, m.a. eftir að hafa ekið stolnum bíl á dyr verslana, var í dag að kröfu hennar úrskurðaður í þriggja vikna síbrotagæslu. Við rannsókn mála að undanförnu hefur komið í ljós að maðurinn hefur verið iðinn við kolann, einkum í verslunum á höfuðborgarsvæðinu.