15 Janúar 2008 12:00

Annar mannanna sem var handtekinn eftir ránstilraun í verslun í austurborginni um hádegisbil í gær hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna síbrotagæslu. Hann er jafnframt grunaður um að vera viðriðinn nýleg rán í annarri verslun í borginni. Hinn maðurinn, sem var einnig handtekinn í sömu verslun í gær, hefur verið færður í afplánun.