14 Janúar 2011 12:00

Kona á þrítugsaldri hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 18. janúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Konan var handtekin í Hafnarfirði í nótt eftir að eldur kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi í bænum en talið er að um íkveikju hafi verið að ræða. Nokkrar skemmdir urðu á íbúðinni en engan sakaði.