15 Janúar 2009 12:00

Karlmaður um fimmtugt hefur játað að hafa kveikt í húsi við Tryggvagötu í Reykjavík eftir hádegi í gær. Hann var handtekinn annars staðar í borginni nokkru síðar en talsverðar skemmdir urðu á húsinu. Í því eru nokkur herbergi í útleigu en engan sakaði í brunanum. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 19. janúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna.