27 Júlí 2023 11:55
Á sumrin verðum við stundum vör við fjölgun innbrota á höfuðborgarsvæðinu og virðist það ætla að verða raunin í ár. Aðferðin sem núna er hvað mest áberandi er að farið sé inn í hús og bifreiðar sem eru ólæst. Það er góð regla að geyma aldrei verðmæti í bílum, það gerir ekkert annað en að freista þjófa. Muna að læsa íbúðarhúsnæði, bílum og atvinnuhúsnæði til að gera það besta til að forðast innbrot. Innbrotin eiga sér stað á öllum tíma sólarhringsins, ekki bara á nóttunni. Gott er að gera viðeigandi ráðstafanir ef íbúðarhúsnæði er yfirgefið um lengri tíma, t.d. að óska eftir því að nágrannar líti til með húsnæðinu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur mikla áherslu að upplýsa öll þessi mál og hefur þegar sett í gang aðgerðir til að stöðva þessa hrinu. Ef fólk verður vart við grunsamlegar mannaferðir er um að gera að hafa samband við lögreglu í síma 112.